Ferill 897. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1336  —  897. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ríkisfang brotamanna.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.


     1.      Hvert er ríkisfang þeirra sem hafa verið sakfelld fyrir brot gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, og þeirra sem hafa verið sakfelld fyrir brot gegn ákvæðum laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, undanfarin 5 ár, sundurliðað eftir lagabálkum?
     2.      Hvert er ríkisfang þeirra sem hafa verið sakfelld fyrir kynferðisbrot, sbr. XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, undanfarin 5 ár, sundurliðað eftir viðeigandi ákvæðum?
     3.      Hvert er ríkisfang þeirra sem hafa verið ákærð fyrir manndráp og líkamsmeiðingar, sbr. XXIII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, undanfarin 5 ár, sundurliðað eftir viðeigandi ákvæðum?
     4.      Hvert er ríkisfang þeirra sem hafa verið ákærð fyrir brot gegn frjálsræði manna, sbr. XXIV. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, undanfarin 5 ár, sundurliðað eftir viðeigandi ákvæðum?
     5.      Hvert er ríkisfang þeirra sem hafa verið ákærð fyrir brot gegn ákvæðum auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga, sbr. XXVI. kafla laga nr. 19/1940, undanfarin 5 ár, sundurliðað eftir viðeigandi ákvæðum?


Skriflegt svar óskast.